Höfum gegnum árin sérhæft okkur í  filmum  sem auka afköst og vellíðan á vinnustað,  minnka hitann og síðast en ekki síst, varna upplitun  og niðurbroti á innréttingum, húsgögnum, gluggatjöldum og gólfefnum

Þó við sérhæfum okkur í sólarvarnarfilmum, og öryggisfilmum, eigum við yfirleitt yfir 40 tegundir á lager. Alls konar munsturog liti.

Svo sem á eldhúsglugga, baðglugga og bílskúra. Og margar gerðir sem geta hentað húsfélögum.  Margar gerðir á skrifstofur og skilrúm.

Af sólarfilmum seljum við aðallega tvær:  Önnur er með speglun utan frá, og tekur ca. 75 % af hitanum. Hin er þannig að varla sést, að filma sé á rúðunni, en tekur samt 52 % af hitanum og 99 % af UV geislunum. Varna þar með  báðar upplitun, á parketi, gardínum og húsgögnum.

Öryggisfilmur eru margvíslegar, allt frá því að vera bæði sólar og öryggisfilma í einni og sömu filmunni. Og yfir í að vera nokkrar þykktir af öryggis og innbrotavarnarfilmum, allt eftir aðstæðum. Filmur sem gera glerið skothelt, og eftir því öruggar gagnvart steinkasti og annari óáran, og að sjálfsögðu gagnvart veðurofsa. Varla sést að slík filma sé á rúðunum.

Við reynum alltaf ef kostur er að koma á staðinn með sýnishorn, og tökum mál. Þegar svo liggur fyrir hvaða filma hentar, gerum við föst verðtilboð með uppsetningu.

Höfum verið að á annan áratug, og unnið fyrir aragrúa  fyrirtækja og stofnana auk heimila, bifreiða, húsbíla og hjólhýsa.

Eigendur eru við hjónin Björk Gunnardóttir og Hrafn Björnsson, og vinnum við bæði við filmurnar.

Verið ófeimin að senda okkur tölvupóst, og leitið frekari upplýsinga, og fáið tilboð, ef svo ber undir

Sími: 6922100 eða hrafn@glerfilmur.is

Kt: 480502-3530