Við höfum gegnum árin sérhæft okkur í filmum sem auka afköst og vellíðan á vinnustað, minnka hitann og síðast en ekki síst, varna upplitun og niðurbroti á innréttingum, húsgögnum, gluggatjöldum og gólfefnum. Þrátt fyrir að sérhæfa okkur í sólarvarnarfilmum og öryggisfilmum, höfum við yfir 40 mismunandi tegundir á lager, með alls konar munstrum og litum.
Filmurnar okkar henta á eldhúsglugga, baðglugga, bílskúra, skrifstofur og skilrúm, sem og fyrir húsfélög. Við bjóðum einnig upp á margar gerðir fyrir bifreiðar, húsbíla og hjólhýsi.
Við reynum alltaf að koma á staðinn með sýnishorn og taka mál. Þegar ákveðið hefur verið hvaða filma hentar, gerum við föst verðtilboð með uppsetningu.
Við höfum starfað í á annan áratug og unnið fyrir fjölmörg fyrirtæki, stofnanir, heimili, bifreiðaeigendur, húsbílseigendur og hjólhýsaeigendur.
Úrval okkar
SólvarnarFilmur
MIX 551
Mix 551 Er bæði öryggisvarnafilma og sólarfilma. Útlit hennar er eins og SOL 101. Með speglun utanfrá . Eru því oft notaðar saman. Td: Mix 551 á jarðhæð, en SOL 101 á efri hæðir, þar sem minna mæðir á.
IR 50 er mjög góð filma á stóra stofuglugga, og þar sem fólk vill njóta óskerts útsýnis. Hún tekur yfir 50 % af hitanum, en samt er varla sjáanlegt að filma sé á glerinu.